Ljósmyndakeppni stjörnuskoðunarfélagsins 2017

By | Fréttir | No Comments

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness efnir til keppni um flottustu ljósmyndina sem áhugamaður hefur tekið af einhverju af þeim stórfenglegu fyrirbærum sem við sjáum á næturhimninum. Myndefnið má vera af ýmsum toga, t.d. tunglið, Vetrarbrautarslæðan, plánetur eða fjarlægar stjörnuþokur. Skilyrði er að myndin sé tekin á tímabilinu 1. júlí 2016 til 19. apríl 2017. Dómnefnd velur síðan þrjár bestur myndirnar og hljóta verðlaunahafar vegleg verðlaun frá Hótel Rangá, BECO og Cintamani. Einnig verða veitt verðlaun í sérstökum barna- og unglingaflokki þar sem er meðal annars í verðlaun leiðsögn í stjörnuljósmyndun frá reyndum ljósmyndara.

Smellið hér til að taka þátt

Félagsfundur

By | Fréttir | No Comments

Ágætu félagsmenn.

 

Næsti fundur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. október í Valhúsaskóla. Á fundinum verður kynntur nýr búnaður sem Hótel Rangá hefur fjárfest í en einnig munum við skoða bætta aðstöðu félagsins í Valhúsaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið skólans.
Fyrirhuguðum fundi sem halda átti á Hótel Rangá var frestað fram í lok mánaðarins. Ástæðan fyrir því er að afhendingartími á nýjum búnaði sem hótelið hefur fjárfest í hefur dregist og er ekki enn kominn til landsins og viljum við því bjóða ykkur þangað þegar að hann er kominn upp.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudaginn og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.

 

Með kveðju, stjórn SSFS.

Fréttir af félagsfundi.

By | Fréttir, Fundargerðir | No Comments

Fimmtudagskvöldið 31. mars héldum við félagsfund þar sem þeir Sævar, Hermann og Gísli sögðu frá sólmyrkva ferð sinni til Indónesíu. Ferðasaga þeirra félaga var sögð í máli og myndum ásamt því að sýnd var stuttmynd sem Hermann setti saman fyrir fundinn af ferðalaginu. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu 34 manns. Read More