Fyrsta konan kjörin formaður Stjörnuskoðunarfélagsins

By | Fréttir | No Comments

Sigríður Kristjánsdóttir var kjörin formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness á aðalfundi í byrjun mars, fyrst kvenna. Sigríður hefur lengi verið félagi í Stjörnuskoðunarfélaginu og sat í stjórn félagsins á síðasta ári. Áhugi hennar á stjörnuhimninum kviknaði á barnsaldri og hefur fylgt henni síðan. Hún starfar sem jarðeðlisfræðingur og er því með höfuðið ofan í jörðinni á daginn en lítur til stjarnanna á kvöldin.

Ásamt Sigríður sitja áfram í stjórn Þórir Már Jónsson, gjaldkeri, og Björn Jónsson, meðstjórnandi. Nýir í stjórn eru Egill Milan Gunnarsson, sem tekur við ritarastarfinu, og Sólver Sólversson sem verður meðstjórnandi. Um leið og við bjóðum þá velkomna viljum við þakka fráfarandi stjórnarmönnum, Snævarri Guðmundssyni og Kristjáni Heiðberg, fyrir samstarfið.

Ljósmyndakeppni stjörnuskoðunarfélagsins 2017

By | Fréttir | No Comments

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness efnir til keppni um flottustu ljósmyndina sem áhugamaður hefur tekið af einhverju af þeim stórfenglegu fyrirbærum sem við sjáum á næturhimninum. Myndefnið má vera af ýmsum toga, t.d. tunglið, Vetrarbrautarslæðan, plánetur eða fjarlægar stjörnuþokur. Skilyrði er að myndin sé tekin á tímabilinu 1. júlí 2016 til 19. apríl 2017. Dómnefnd velur síðan þrjár bestur myndirnar og hljóta verðlaunahafar vegleg verðlaun frá Hótel Rangá, BECO og Cintamani. Einnig verða veitt verðlaun í sérstökum barna- og unglingaflokki þar sem er meðal annars í verðlaun leiðsögn í stjörnuljósmyndun frá reyndum ljósmyndara.

Smellið hér til að taka þátt

Félagsfundur

By | Fréttir | No Comments

Ágætu félagsmenn.

 

Næsti fundur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. október í Valhúsaskóla. Á fundinum verður kynntur nýr búnaður sem Hótel Rangá hefur fjárfest í en einnig munum við skoða bætta aðstöðu félagsins í Valhúsaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið skólans.
Fyrirhuguðum fundi sem halda átti á Hótel Rangá var frestað fram í lok mánaðarins. Ástæðan fyrir því er að afhendingartími á nýjum búnaði sem hótelið hefur fjárfest í hefur dregist og er ekki enn kominn til landsins og viljum við því bjóða ykkur þangað þegar að hann er kominn upp.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudaginn og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.

 

Með kveðju, stjórn SSFS.