was successfully added to your cart.

Aðalfundur 2017

                                                Aðalfundur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, 26/01/2017

-Fundarstjóri.
Kjörinn fundarstjóri var Sævar Helgi Bragason.
-Fundarritari.
Kjörinn fundarritri var Gísli Már Árnason.
-Skýrsla stjórnar.
Sævar Helgi Bragason fór yfir liðið starfsár.
-Ársreikningur.
Ársreikningur var ekki borinn upp á aðalfundi þar sem hann var enn í úrvinnslu hjá Deloitte, endurskoðendaþjónustu. Óskar Torfi Viggóson gat ekki setið fundinn en lesið var upp úr tölvuskeyti sem hann sendi á stjórn skömmu fyrir fundinn þar sem hann þakkar fyrir samstarfið og óskar nýrri stjórn góðs gengis en hann mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Guðni G. Sigurðsson fór yfir ástæður þess sem hann ákvað að segja af sér sem skoðunarmaður reikninga skömmu fyrir fundinn.
Þorsteinn Sæmundsson leggur fram útprentun á tölvupóstum sem að undanförnu hafa verið sendir stjórninni. Hann óskar þess að þessi gögn verði varðveitt með öðrum gögnum félagsins. Stjórnin varð að sjálfsögðu við þeirri ósk.
Sigfús Thorarensen leggur til að farið verður yfir bókhald Stjörnufræðivefsins sem kemur að sólmyrkvaverkefninu 2015 til að fá betri yfirsýn yfir verkefnið af óháðum endurskoðenda.
Tillagan var samþykkt. Fylgiskjal er í möppu ásamt útprentun á tölvupóstum frá Þorsteini.
Tillaga var borin upp að fá endurskoðenda til þess að gera skýrslu um tvo síðustu ársreikninga. Tillagan var samþykkt en rétt er að taka fram að nú þegar eru tveir síðustu ársreikningar félagsins í endurskoðun hjá Deloitte.
Tillaga var borin upp að leita ráða hjá óháðum endurskoðenda, hvernig stjórnin skal snúa sér í framhaldi af umræðu um að opna bókhald Stjörnufræðivefsins og skýrslu vegna sólmyrkvaverkefnisins.
Tillaga var samþykkt.
Tillaga var borin upp að taka prokúru gjaldkera til baka og veita formanni prókúru að reikningum félagsins þangað til að ný stjórn verður mynduð.
Tillaga var samþykkt.
-Ekki var unnt að ljúka aðalfundi þar sem ársreikningur félagsins var ekki borinn upp til samþykktar.
Framhalds aðalfundur verður haldinn þegar ofangreind atriði liggja fyrir en þó ekki síðar en 1.mars eins og reglur félagsins kveða á um.
WordPress Lightbox