Monthly Archives: mars 2018

Fyrsta konan kjörin formaður Stjörnuskoðunarfélagsins

By | Fréttir | No Comments

Sigríður Kristjánsdóttir var kjörin formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness á aðalfundi í byrjun mars, fyrst kvenna. Sigríður hefur lengi verið félagi í Stjörnuskoðunarfélaginu og sat í stjórn félagsins á síðasta ári. Áhugi hennar á stjörnuhimninum kviknaði á barnsaldri og hefur fylgt henni síðan. Hún starfar sem jarðeðlisfræðingur og er því með höfuðið ofan í jörðinni á daginn en lítur til stjarnanna á kvöldin.

Ásamt Sigríður sitja áfram í stjórn Þórir Már Jónsson, gjaldkeri, og Björn Jónsson, meðstjórnandi. Nýir í stjórn eru Egill Milan Gunnarsson, sem tekur við ritarastarfinu, og Sólver Sólversson sem verður meðstjórnandi. Um leið og við bjóðum þá velkomna viljum við þakka fráfarandi stjórnarmönnum, Snævarri Guðmundssyni og Kristjáni Heiðberg, fyrir samstarfið.