Starf Stjörnuskoðunarfélagsins hófst nú í september með aðalfundi. Á fundinum voru að venju hefðbundin aðalfundarstörf. Í stjórn sitja nú:
Sigríður Kristjánsdóttir formaður
Sólver Sólversson gjaldkeri
Þórir Már Jónsson ritari
Björn Jónsson meðstjórnandi
Robert Bentia meðstjórnandi
Í byrjun október tókum við þátt í Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll. Fjölmargir gestir heimsóttu básinn okkar og fengu að skoða loftsteina, snerta tunglið og kíkja í sjónauka. Seinna í október kom Sævar Helgi Bragason og sagði okkur frá afrekum James Webb geimsjónaukans sem hefur staðist væntingar vísindaheimsins og gott betur frá því honum var skotið á loft á jóladag árið 2021.

Starfið verður með hefðbundum hætti í vetur, mánaðarlegir félagsfundir af fjölbreyttum toga auk annarra uppákoma. Fundir eru auglýstir á facebook-síðu okkar og með tölvupósti til félagsmanna. Þeir eru opnir öllum og bjóðum við alla áhugasama velkomna.
Nýlegar athugasemdir