All posts by Hermann Hafsteinsson

Ljósmyndakeppni stjörnuskoðunarfélagsins 2017

By | Fréttir | No Comments

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness efnir til keppni um flottustu ljósmyndina sem áhugamaður hefur tekið af einhverju af þeim stórfenglegu fyrirbærum sem við sjáum á næturhimninum. Myndefnið má vera af ýmsum toga, t.d. tunglið, Vetrarbrautarslæðan, plánetur eða fjarlægar stjörnuþokur. Skilyrði er að myndin sé tekin á tímabilinu 1. júlí 2016 til 19. apríl 2017. Dómnefnd velur síðan þrjár bestur myndirnar og hljóta verðlaunahafar vegleg verðlaun frá Hótel Rangá, BECO og Cintamani. Einnig verða veitt verðlaun í sérstökum barna- og unglingaflokki þar sem er meðal annars í verðlaun leiðsögn í stjörnuljósmyndun frá reyndum ljósmyndara.

Smellið hér til að taka þátt

Aðalfundur 2016

By | Fundargerðir | No Comments

Fundarritari: Gísli Már
Fundarstjóri: Sævar Helgi

Skýrsla stjórnar: Ritari átti orðið og fór yfir liðið starfsár.

Ársreikningur: Ársreikningur var ekki borinn upp fyrir fundinn vegna mistaka í prentun. Sindri leggur fram tillögu um að reikningur verður samþykktur með þeim forsendum að hann sé birtur á heimasíðu félagsins og reikningur sé samþykktur á þeim grundvelli að ekki komi inn athugasemdir innan 7 daga frá því að reikningur er birtur: Tillaga er samþykkt einhljóða. Reikningur verður birtur á heimasíðu félagsins og félagsmönnum gefinn kostur að gera athugasemd innan sjö daga frá því að hann er birtur. Garðar kom með tillögu um að félagið ætti að kaupa 8-10″ dobson sjónauka til útláns. Þessir sjónaukar eru hvað mest notaðir og einfaldir í notkun. Tillaga samþykkt.

Skýrsla starfsnefnda: Enginn nefnd var starfandi á árinu. Tillaga kom upp að skipa afmælisnefnd og bauð Sigríður Kristjánsdóttir sig fram til aðstoðar í nefnd.

Kjör stjórnar:

Formaður: Sævar Helgi á orðið. Hann er sjálfkjörinn.

Ritari: Gísli Már á orðið. Hann er sjálfkjörinn.

Gjaldkeri: Óskar Torfi er sjálfkjörinn.

Meðstjórnendur: Sindri og Kristján bjóða sig fram. Hermann býður sig fram.
Kosning fór fram og víkur Sindri fyrir Hermanni Hafsteinssyni og er þá stjórn þannig skipuð:

Formaður: Sævar Helgi Bragason

Ritari: Gísli Már Árnason

Gjaldkeri: Óskar Torfi Viggóson

Meðstjórnendur: Kristján Heiðberg og Hermann Hafsteinsson

Skipan Skoðunarmanns reikninga: Guðni Sigurðsson er kjörinn.

Breytingar á reglum félagsins: Engar tillögur bárust og eru reglur félagsins óbreyttar.

Árgjald: Árgjald félagsins árið 2015 var 2500kr. Tillaga barst um að hækka árgjald um 500kr og var samþykkt. Árgjald er því 3000kr árið 2016.

Önnur mál: Marmkið félagsins var borið upp. Hringstigi og bætt aðstaða uppi í turni var kynnt þar sem bæjarstjórn ætlar að koma að uppbyggingu í. Kynjahlutfall kom einnig upp og hugmynd um að bæta úr því með t.d. konukvöldum eða kvennanámskeiðum. Þingvalla aðstaðan kom upp í tal. Fyrirspurn um hvort að þetta sé að verða að veruleika því forsvarsmenn þjóðgarðsins eru bjartsýnir um að það gæti komist hreyfing á þá hluti fljótlega. Stjórn og aðilar félagsins eru bjartsýn á aðstöðu þar.

Fundi slitið