All posts by Sævar Helgi

Námskeið í stjörnuskoðun 27.-28. október

By | Fréttir | No Comments

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Sams konar námskeið hafa verið haldin síðustu misseri við góðar undirtektir þátttakenda.

Næsta námskeið fer fram 27. og 28. október næstkomandi (á þriðjudegi og miðvikudegi). Námskeiðið stendur yfir frá kl. 20:00 til 22:30 bæði kvöld.

Skráning

Dagsetningar:  27. og 28. október 2015

Stjörnuskoðun verður á meðan á námskeiðinu stendur eða eftir námskeiðið þegar veður leyfir.

Fyrirkomulag:  Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:00 og stendur til kl. 22:30 með stuttu kaffihléi. Húsið verður opnað kl. 19:50.

Staður:  Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi (bygging fyrir ofan knattspyrnuvöllinn við Suðurströnd). Gengið er inn um inngang við matsal nemenda á suðurhlið hússins.

Verð:  10.000,- kr. fyrir þá sem standa utan Stjörnuskoðunarfélagsins (11.000,- með skráningu í félagið og árgjaldi fyrsta árið). Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn er 8.500, – kr. Ganga verður frá greiðslu innan 10 daga frá skráningu svo að hún sé gild (nánari upplýsingar í tölvupósti að lokinni skráningu).

Greiðsla námskeiðsgjalda:  Vinsamlegast greiðið inn á reikning 512-26-100028. Kennitala félagsins er 600279-0339. Best er að senda kvittun með innleggi úr heimabanka á netfangið gjaldkeri[hjá]astro.is með nafni þátttakanda í skýringu.

Aldursmörk: Þessi námskeið miðast við þá sem eru 13 ára og eldri.

Vilt þú styrkja Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness?

By | Fréttir | No Comments

Við höfum fengið ótalmargar hvatningar um að gefa upp reikningsnúmer og kennitölu okkar. Ef einhver hefur áhuga á að styrkja okkur og sólmyrkvagleraugnaframtakið er best að leggja inn á

Reiknr. 512-26-103008

Kt. 6002790339

Við þökkum auðvitað kærlega fyrir allan stuðning! Allt sem safnast verður notað í fleiri fræðsluverkefni.