Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness býður upp á byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Sams konar námskeið hafa verið haldin undanfarna vetur við góðar undirtektir þátttakenda.

Námskeiðið stendur yfir í tvö kvöld og fjalla fyrirlesarar bæði um fyrirbæri á næturhimninum og meðferð sjónauka og annars útbúnaðar. Eftir námskeiðið (þegar veður leyfir) verður farið í stjörnuskoðun þar sem þátttakendur eiga kost á því að mæta með eigin stjörnusjónauka.

Næsta námskeið verður haldið 5.-6. febrúar 2019

 

Fyrirkomulag:  Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:00 og stendur til kl. 22:30 með kaffihléi. Húsið opnar kl. 19:50.

Staður:  Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi (bygging fyrir ofan knattspyrnuvöllinn við Suðurströnd). Gengið er inn um inngang við matsal nemenda á suðurhlið hússins.

Verð:  18.000,- kr. fyrir þá sem standa utan Stjörnuskoðunarfélagsins (félagsgjald fyrir eitt ár innifalið). Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn er 12.000, – kr. Ganga verður frá greiðslu innan 10 daga frá skráningu svo að hún sé gild.

Skráning: Hægt er að skrá sig hér.

Aldursmörk: Þessi námskeið miðast við þá sem eru 13 ára og eldri.