
Kæru félagar.
Nú hefur verið lagður grunnur að dagskrá Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness veturinn 2016.
Fyrsti fundurinn verður haldinn vikuna 18.-25. september en þá höldum við fund á Hótel Rangá og verður nýr búnaður skoðaður og mögulega prufaður. Dagsetning liggur ekki fyrir en við munum reyna að horfa í veðurspár þessa vikuna svo hægt verði að horfa til himins í frábærri aðstöðu við Hótel Rangá.
Í október verður svo haldinn fundur úti á nesi þar sem við munum bjóða gestum til stjörnuskoðunar, síðustu vikuna í október.
Dagana 25.-26.okt ætlum við að halda byrjendanámskeið í stjörnuskoðun og fylgjum við því eftir með krakkanámskeiði þann 29.okt. Þátttökugjald á fullorðinsnámskeiði er 18.000kr fyrir fólk utan félagsins en einnig er innifalið félagsgjald fyrir næsta ár. Félagsmenn greiða 12.000kr. Verð á krakkanámskeið er 4000kr.
Nóvember fundurinn verður einnig haldinn úti á nesi þar sem verður haldið græjukvöld en þá eru gestir hvattir til þess að koma með búnað til stjörnuskoðunar til að sýna öðrum eða fá leiðbeiningar um notkun og viðhald.
í lok janúar verður haldinn aðalfundur samkvæmt starfsreglum félagsins.
Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessu tímabili sem er að hefjast.
Með bestu kveðju, stjórn SSFS.