[vc_row][vc_column][vc_column_text css=”.vc_custom_1427901406435{margin-top: 45px !important;margin-right: 30px !important;margin-bottom: 45px !important;margin-left: 30px !important;}”]

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað 1976 í kringum stærsta stjörnusjónauka landsins í Valhúsaskóla. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er elsta og fjölmennasta félag áhugamanna um stjörnuskoðun og stjörnufræði hér á landi.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]Í mars 2015 voru félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness rúmlega 340 talsins. Aðsetur félagsins er í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Uppi á þaki skólans er hvolfþak sem um árabil hýsti aðalsjónauka félagsins, JMI NGT-18, 18 tommu (46 cm) breiðan spegilsjónauka. Þetta er stærsti stjörnusjónauki landsins en hann var nýverið fluttur í nýja og glæsilega aðstöðu við Hótel Rangá og hafa félagsmenn aðgang að honum þar.

Félagið á nokkra aðra stjörnusjónauka. Þar má nefna 10 tommu Schmidt-Cassegrain sjónauka frá Meade og 14 tommu Schmidt-Cassegrain sjónauka frá Celestron sem var fyrsti sjónauki félagsins. Einnig á félagið 10 tommu Skywatcher Dobsonsjónauka og tvo Coronado sólarsjónauka.

Stofnfundur Stjörnuskoðunarfélagsins var þann 11. mars árið 1976 og voru stofnfélagar tuttugu talsins. Núverandi stjórn Stjörnuskoðunarfélagsins skipa;

  • Sigríður Kristjánsdóttir, formaður
  • Þórir Már Jónsson, gjaldkeri
  • Egill Milan Gunnarsson, ritari
  • Björn Jónsson, meðstjórnandi
  • Sólver Sólversson, meðstjórnandi

Stjörnuskoðunarfélagið er opið öllum áhugamönnum um stjörnuskoðun og stjörnufræði. Félagsgjaldið er 3.000,- kr. á ári en börn og unglingar yngri en 16 ára greiða 1.500,- kr. Á hverju ári stendur félagið fyrir margvíslegum spennandi uppákomum og ber þar helst að nefna námskeið í stjörnuskoðun, útgáfu fréttabréfa, sólskoðun og stjörnuskoðun fyrir almenning auk ýmiss annars.

Árið 2010 átti sá ánægjulegi viðburður sér stað að annað stjörnuskoðunarfélag var stofnað á Akureyri en það nefnist Stjörnu-Oddafélagið. Helsti hvatinn að stofnun Stjörnu-Oddafélagsins var vígsla nýs stjörnusjónauka á þaki raungreinahúss Menntaskólans á Akureyri. Á vordögum 2012 var annað stjörnuskoðunarfélag stofnað í Vestmannaeyjum sem nefnist Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja og haustið 2012 stofnuðu nokkrir nemendur Stjörnuskoðunarfélag Bifrastar við Háskólann á Bifröst.

Skráning í félagið.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]IMG_1145[/vc_column_text][vc_column_text]DSC_7116[/vc_column_text][vc_column_text]namskeid2[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]