Félagsfundur 19. apríl

Sunnudaginn 19. apríl verður haldinn síðasti félagsfundurinn á þessum vetri. Á fundinum verður farið yfir það helsta sem fram fór í vetur og farið verður yfir það sem framundan er hjá félaginu.

Við hvetjum alla til þess að fara út og horfa til himins áður en daginn tekur að lengja enn meira en nú er tíminn til þess að skoða fjarlægar vetrarbrautir. Einnig er Júpíter og Venus áberandi á kvöldin um þessar mundir eins og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Fundurinn hefst kl 20:00, gengið er inn við matsal Valhúsaskóla (að sunnanverðu meðfram knattspyrnuvellinum)
Við hlökkum til að sjá sem flesta á fundinum næstkomandi sunnudag.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.