Félagsfundur 20. september.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að næstkomandi sunnudag höldum við fyrsta félagsfundinn á þessum vetri.

Fundurinn fer fram að venju í Valhúsaskóla sunnudaginn 20. september klukkan 20:00. Húsið verður opnað 19:50 og er gengið inn að suðurhlið skólans, meðfram fóttboltavellinum.
Á fundinum verður rætt kaup félagsins á Astro-Physics 130mm Starfire sjónauka ásamt 10micron 1000HPS sjónaukastæði. Þetta eru fyrsta flokks búnaður sem félagið festi kaup á í tilefni af þessu stórafmælisári sem framundan er.
Við hlökkum til að sjá sem flesta á fundinum en við erum orðin mjög spennt fyrir komandi vetri.
Með Kærri kveðju, stjórn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.