Félagsfundur 22. október.

Kæru félagar.

Við viljum minna á félagsfund Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem fer fram fimmtudagskvöldið 22. október í Valhúsaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið skólans.

Á fundinum verður sögð ferðasaga Sævars og Gísla en þeir heimsóttu eyjuna La Palma og sóttu þar fyrstu alþjóðlegu stjörnuljósmyndunar ráðstefnuna á vegum TWAN (The world at night). Ráðstefnan var vika af fyrirlestrum og umræðum þar sem nokkrir af fremstu ljósmyndurum heimsins í dag voru saman komnir.
Einnig sóttu þeir félagar þar námskeið næturljósmyndun þar sem Babak Tafreshi, stofnandi TWAN var kennari ásamt Christoph Malin sem er sérfræðingur í time-lapse myndatökum.
Hægt er að kynna sér TWAN hér: www.twanight.org

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.