
Við viljum minna ykkur á að næsti fundur félagsins fer fram á morgun, 25. febrúar.
Fundurinn fer fram í Valhúsaskóla og er gengið inn að sunnanverðu, meðfram fótboltavellinum. Fundurinn hefst klukkan 20:00.
Á fundinum munum við segja frá för þriggja meðlima félagsins til Indonesiu til þess að sjá þar sólmyrkva þann 9. mars næstkomandi. Einnig munum við segja frá breytingum á aðstöðu okkar sem munu stórbæta aðstöðu okkar til stjörnuskoðunar á þaki skólans. Í kjölfarið munum við geta spjallað um allt milli himins og jarðar.