Félagsfundur 31. mars.

Kæru félagar.

Við viljum vekja athygli á því að næsti fundur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness fer fram í Valhúsaskóla fimmtudagskvöldið 31. mars. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið hússins.

Á fundinum verður sögð ferðasaga þeirra Sævars, Hermanns og Gísla til Indónesíu til að verða vitni að almyrkva á sólu þann 9. mars síðastliðinn. Eftir langt og strangt ferðalag ætla þeir félagar að segja frá ferðinni í máli og myndum ásamt því að sýna stutt myndskeið frá ferðinni.
Þann 11. mars árið 1976 var stofnfundur félagsins haldinn og er félagið því 40 ára. Munum við því einnig fagna þeim merka áfanga á félagsfundinum þann 31. mars næstkomandi með léttum veitingum.
Við hvetjum því alla til að mæta á þennan afmælis fund.
Með bestu kveðju, stjórn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.