
Fimmtudaginn 26. nóvember höldum við síðasta félagsfundinn á þessu ári og fer hann fram í Valhúsaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið hússins, meðfram fótboltavellinum.
Á fundinum rennum við yfir árið og það sem framundan er hjá félaginu en á næsta ári verður félagið 40 ára gamalt. Á fundinum gefst fólki kostur á að spjalla saman yfir rjúkandi kaffibolla en einnig geta byrjendur fengið góð ráð hjá reyndari félagsmönnum um búnað eða hvað það sem kemur við þessu áhugamáli.
Öllum er frjálst að mæta og vonumst við til þess að sjá sem flesta á fundinum.
Með bestu kveðju, stjórn SSFS.