Félagsfundur

Ágætu félagsmenn.

 

Næsti fundur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. október í Valhúsaskóla. Á fundinum verður kynntur nýr búnaður sem Hótel Rangá hefur fjárfest í en einnig munum við skoða bætta aðstöðu félagsins í Valhúsaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er gengið inn að suðurhlið skólans.
Fyrirhuguðum fundi sem halda átti á Hótel Rangá var frestað fram í lok mánaðarins. Ástæðan fyrir því er að afhendingartími á nýjum búnaði sem hótelið hefur fjárfest í hefur dregist og er ekki enn kominn til landsins og viljum við því bjóða ykkur þangað þegar að hann er kominn upp.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudaginn og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.

 

Með kveðju, stjórn SSFS.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.