Ferðalag til tunglsins og hlutverk Íslands í Apollo

Í dag eru 50 ár liðin frá því að tunglfararnir æfðu sig á Íslandi og í tilefni þess er tunglfarinn Harrison Schmitt staddur á landinu.

Harrison Schmitt steig á tunglið í desember 1972 og dvaldi þar í þrjá daga með leiðangurstjóra Apollo 17, Eugene Cernan. Ekki nóg með að þeir dvöldu lengst allra manna á tunglinu þá er Schmitt, sem er jarðfræðingur, fyrsti og eini vísindamaðurinn sem hefur stigið fæti á tunglið.

Schmitt mun halda erindi um ferð sína til tunglsins og mikilvægann þátt Íslands í þjálfun geimfarana í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 9. júlí 2015 klukkan 17:00.  Fyrirlesturinn er í boði The Exploration Musuem á Húsavík, sendiráðs Bandaríkjanna og Háskólans í Reykjavík. Aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir.

Í lok erindisins mun Schmitt veita viðtöku fyrstu árlegu Leif Erikson Exploration Award á 80 ára afmæli sínu.

schmitt-collecting-samples-from-nasajpg-fc20e8975e59bab9

Harrison Schmitt tekur sýni úr Taurus-Littrow dalnum.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.