Fréttir af félagsfundi.

Fimmtudagskvöldið 31. mars héldum við félagsfund þar sem þeir Sævar, Hermann og Gísli sögðu frá sólmyrkva ferð sinni til Indónesíu. Ferðasaga þeirra félaga var sögð í máli og myndum ásamt því að sýnd var stuttmynd sem Hermann setti saman fyrir fundinn af ferðalaginu. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu 34 manns.
Þessi fundur var einnig afmælisfundur þar sem félagið varð 40 ára fyrr í mánuðinum eða þann 11. mars. Við buðum að því tilefni upp á afmælis tertu sem var við hæfi skreytt mynd af sólmyrkvanum þann 9. mars sem þeir félagar mynduðu á ferð sinni um Indónesíu. Það voru stofnmeðlimir og heiðursfélagarnir Þorsteinn Sæmundsson og Sigfús Thorarensen sem skáru kökuna.

Einnig höfum við greint frá því að bæjarstjórn Seltjarnarness hefur komið til móts við félagið um bætta aðstöðu upp í stjörnuskoðunarturninn á þaki Valhúsaskóla. Hefur bæjarstjórn ásamt rekstraraðilum Valhúsaskóla fengið til liðs við sig verktaka sem mun annast framkvæmd við uppsetningu á hringstiga alla leið upp í turn. Við þökkum bæjarstjórn Seltjarnarness og þeim sem koma að þessu verkefni innilega fyrir þessa frábæru afmælisgjöf sem mun nýtast um ókomna tíð.

Með bættri aðstöðu er okkur loksins mögulegt að taka á móti stærri hópum en áður, á öllum aldri. Möguleiki hefur opnast á að bjóða í heimsókn yngri hópum en áður þar sem brattir tréstigar voru fyrir með tilheyrandi slysahættu. Við munum fagna þeim merka áfanga þegar að aðstaðan er komin í rétt horf, með heimboði í aðstöðuna og bjóða fólki að skoða hana með opnunarhátíð. Við munum tilkynna það síðar þegar aðstaðan er komin í rétt horf.

 

Með bestu kveðju.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.