Guðni G. Sigurðsson
Guðni lætur sig aldrei vanta á félagsfundi. Guðni gegndi ritarastöðu félagsins 1993 og 1994 og svo hlutverki gjaldkera frá 1995 til 1997. Guðni er sannkallaður öðlingur og er alltaf til í að leggja fram hjálparhönd þegar á þarf að halda, nú síðast þegar aðstaðan í turninum hér í Valhúsaskóla var tekin í gegn vorið 2007. Guðni hefur einnig séð um að endurskoða reikninga félagsins síðastliðin ár af miklum myndarskap og oft verið fundarstjóri á aðalfundum félagsins.
Sigurður Kr. Árnason
Sigurður er að öðrum ólöstuðum stofnandi félagsins. Án hans væri félagið sennilega ekki til. Sigurður er húsasmíðameistari og hafði umsjón með byggingu Valhúsaskóla sem útskýrir bæði nafn félagsins og aðstöðuna sem félagið hefur hér í skólanum. Hann lagði til fé á sínum tíma til kaupa á fyrsta stjörnusjónauka félagsins, þ.e. 14 tommu Celestron sjónaukanum sem félagið hyggst lagfæra og gera nothæfan á nýjan leik. Sigurður gegndi embætti gjaldkera fyrstu tvö starfsárin og svo aftur árið 1986.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn var formaður félagsins fyrstu tvö starfsárin og svo aftur árið 1986. Þorsteinn er einn af stofnendum félagsins og átti síst minni þátt í stofnun félagsins en Sigurður. Þorsteinn hefur lagt heilmikið af mörkum í starfsemi félagsins síðustu þrjá áratugina og átti heilmikinn þátt í tilkomu hvolfþaksins á skólanum. Ennfremur hefur Þorsteinn verið duglegur að skrifa pistla í dagblöðin og á vefsíðu sína almanak.hi.is. Hann hefur einnig komið fram í fjölmiðlum þegar eitthvað áhugavert er um að vera á himninum.