jólakveðja.

Nú þegar árið er að renna sitt síðasta skeið viljum við óska ykkur gleðilegra jóla.

Það er frábær hópur sem hefur stutt við bakið á okkur í gegnum þetta frábæra ár sem verður erfitt að leika eftir. Á árinu sem er að líða voru haldnir sjö félagsfundir og þar af var einn haldinn á Hótel rangá þann 19. febrúar. Draumur félagsins um að færa aðstöðu okkar út fyrir ljósmengunina í bænum, varð að veruleika þar sem okkur var veittur þann heiður að hafa hliðaraðstöðu við stjörnuskoðunarhúsið á Hótel Ranga. Þar höfum við flutt aðal sjónauka félagsins þar sem hann verður nýttur undir stjörnuhimni eins og hann gerist bestur. Um miðjann mars var haldið stjörnuljósmyndunarnámskeið þar sem einn besti og virtasti stjörnuljósmyndari heims, Babak Tafreshi kom og hélt erindi fyrir okkur. 20. mars var svo haldinn sólmyrkvahátið fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem mættu um 2000 manns til að fylgjast með sólmyrkvanum. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrir myrkvann dreifði félagið sólmyrkvagleraugum til allra barna í grunnskólum á landinu til að vekja áhuga á stjörnufræði og vísindum. Það tókst svo sannarlega og fékk félagið mikið lof fyrir .

Í sumar fjárfesti félagið í nýjum stjörnusjónauka og stæði. Sjónaukinn linsusjónauki og er af gerðinni Astro-Physics 130mm Starfire en stæðið er frá Ítölskum framleiðanda af gerðinni 10micron 1000hps. Þessi búnaður er fyrsta flokks og hentar einstaklega vel til stjörnuljósmyndunar og er afar skarpur í sjónskoðun.

Þann 11. mars 2016 verður félagið 40 ára. Munum við fagna þessum áfanga með allskyns viðburðum út árið og hvetjum við alla til að fylgjast vel með.

Að lokum vill stjórnin þakka stuðninginn á árinu sem er að líða og óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Gleðileg jól.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.