Reglur í ljósmyndakeppni Stjörnuskoðunarfélagsins 2019. Click here for English.

Skil á myndum

Myndum er skilað með því að hlaða þeim upp á sérstakri heimasíðu, astrokeppni.com. Þar er einnig hægt að leggja til aðrar upplýsingar sem þátttakendur vilja koma til skila um myndina sína. Öllum myndum þarf að skila fyrir kl. 23:59:59 15. maí 2019.

Þátttaka

Þátttaka er öllum opin, utan þeim sem standa að keppninni sjálfri. Þátttakendur undir 18 ára aldri geta tekið þátt með skriflegu samþykki foreldra/forráðamanna.

Fjöldi mynda

Hver þátttakandi getur skilað 3 myndum.

Dómnefnd

Við val á vinningsmynd taka dómarar tillit til fagurfræðilegra sjónarmiða og tæknilegra gæða. Myndin þarf að vera frumleg, áhugaverð og skera sig úr fjöldanum. Hún þarf að vera klippt til þannig að myndefnið skili sér vel. Gæði myndanna eiga að vera þannig að ekki votti fyrir tæknilegum göllum vegna eftirvinnslu. Búist er við því að myndirnar séu meðhöndlaðar í eftirvinnsluforritum en áhrif þess eiga ekki að sjást. Ákvörðun dómnefndar er endanleg og ferlið trúnaðarmál.

Almenn skilyrði

Keppnin er alfarið á stafrænu formi. Dómarar munu skoða myndir á stafrænu formi. Myndin á ekki að vera merkt að neinu leyti. Allar upplýsingar um þátttakanda (nafn og netfang) verður að fylgja með þegar mynd er send inn og er það gert með því að fylla út viðeigandi reiti á skilavefsíðunni. Einnig er gott að láta fylgja með upplýsingar um hvert myndefnið er, hvaða myndavél og/eða sjónauki var notaður og fleiri atriði sem þátttakendur vilja koma til skila. Ef þessum reglum er ekki fylgt verður myndin ekki tekin gild.

Skil á myndum:

Myndum skal skila á jpeg skráarsnið. Hver mynd skal vera a.m.k.  3.000 px. á breidd.

Höfundarréttur

Skipuleggjendur keppninnar munu virða höfundarrétt allra innsendra mynda. Innsendar myndir verða ekki afritaðar eða þeim dreift nema í þeim tilfellum þar sem slíkt telst nauðsynlegt í tengslum við keppnina. Ef myndum er deilt á netinu í sambandi við keppnina verða þær með lága upplausn og með höfundarmarki við eða á myndinni. Notkun umfram þess sem er lýst að framan verður aðeins með samþykki höfundar.