Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness efnir til keppni um flottustu ljósmyndina sem áhugamaður hefur tekið af einhverju af þeim stórfenglegu fyrirbærum sem við sjáum á næturhimninum. Myndefnið má vera af ýmsum toga, t.d. tunglið, Vetrarbrautarslæðan, plánetur eða fjarlægar stjörnuþokur. Skilyrði er að myndin sé tekin á tímabilinu 1. júlí 2016 til 19. apríl 2017. Dómnefnd velur síðan þrjár bestur myndirnar og hljóta verðlaunahafar vegleg verðlaun frá Hótel Rangá, BECO og Cintamani. Einnig verða veitt verðlaun í sérstökum barna- og unglingaflokki þar sem er meðal annars í verðlaun leiðsögn í stjörnuljósmyndun frá reyndum ljósmyndara. english

Lesa reglur

Dómnefndina skipa Snorri Þór Tryggvason, Stephane Vetter og Sigríður Kristjánsdóttir.
Skilafrestur er kl. 23:59 þann 19.apríl 2017 – Hámark 3 myndir á mann.

snorri

Snorri Þór Tryggvason er heimspekingur, hönnuður og kortagerðarmaður. Hann hefur á undanförnum árum komið sér í fremstu röð næturljósmyndara á Íslandi með eftirtektarverðum myndum og myndskeiðum af hinum ýmsum fyrirbærum næturhiminsins, ekki síst af norðurljósum. Ástríða Snorra Þórs er að fanga fegurstu augnablik náttúrunnar að degi sem að nóttu, auk þess að elta hjólreiðamenn og -konur upp um fjöll og firnindi og festa þau á filmu bæði í leik og keppni. Lesa má nánar um Snorra og skoða myndir eftir hann á http://www.snorrithorphotography.com/.

stephane

Stephane Vetter er reynslumikill næturljósmyndari sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til þess að mynda stjörnuhimininn, norðurljós, sólmyrkva, stjörnuhröp og vetrarbrautarslæðuna, gjarnan með stórbrotnu landslagi í forgrunni. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar, m.a. fyrir bestu myndina í ljósmyndakeppni TWAN Earth & Sky Photo contest og sem dýralífsljósmyndari ársins 2011. Ísland er uppáhalds áfangastaður hans til að mynda næturhimininn. Þú getur lesið meira um Stephane og skoðað myndir eftir hann á http://twanight.org/newTWAN/photographers_about.asp?photographer=Stephane%20Vetter.

sigridur

Sigríður Kristjánsdóttir er jarðeðlisfræðingur sem vinnur við jarðskjálftarannsóknir hjá Íslenskum orkurannsóknum. Hún er einnig með meistarapróf í klassískum fagottleik. Áhugi hennar á stjörnuhimninum hefur fylgt henni frá blautu barnsbeini og eru uppáhalds viðfangsefni hennar sólkerfið, geimþokur og þyngdarlinsur. Að hennar mati er Hubble Ultra-Deep Field myndin ein áhrifaríkasta ljósmynd mannkynssögunnar.

Keppni lokið