
Hér verður tilkynnt hvenar næsta ljósmyndanámskeið verður haldið fyrir árið 2016.
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur fyrir námskeiði í stjörnuljósmyndun. Kennari námskeiðsins verður íranski ljósmyndarinn Babak Tafreshi, einn virtasti næturljósmyndari heims. Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins má nefna:
- Myndvinnsla
- Undirstöðuatriði náttúru- og stjörnuljósmyndunar
- Ljósmyndabúnaður, myndavélar, linsur og stæði
- Lýsingartími, ljósnæmni o.s.frv. í landslags- og stjörnuljósmyndun
- Langtímaverkefni í himinljósmyndun
- Stjörnurákir
- „Time-lapse“ myndskeið
- Víðmyndir af næturhimninum
Skráning og verð
Námskeiðið fer fram í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 11:00 og stendur til kl. 16:00. Kennsla er bæði verkleg og bókleg.
Verð kr.: 20.000 (15.000 kr fyrir félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness)
Innifalið í verðinu er léttar veitingar.
Athugið að fjöldi þátttakenda í námskeiðinu er takmarkaður svo hægt sé að sinna öllum vel.