New Horizon og Plútó

Nú er loksins komið að því. Efti níu og hálft ár á flugi á 50.000 km hraða á klukkustund hefur geimfarið New Horizon komist að dvergreikistjörnunni Plútó. Geimfarið sem hefur lagt að baki 4,8 milljarða kílómetra kemur til með að fljúga framhjá Plútó á morgun 14. júlí klukkan 11:50og taka myndir af Plútó ásamt tunglum hans. Tilgangurinn með þessari för er að kanna jarðfræði á Plútó og tunglsins Karons ásamt því að kanna lofthjúp Plútós.

Þessi leiðangur NASA er mjög merkilegur því aldrei áður hefur tekist að mynda og rannsaka þessa fyrrum reikistjörnu með eins mikilli nákvæmni. Þrátt fyrir langann aðdraganda mun geimfarið aðeins safna upplýsingum í rúmar tvær klukkustundir en fyrstu myndirnar ættu að skila sér tæpum 9 klukkustundum síðar. Rúmt ár mun taka geimfarið að vinna úr upplýsingunum og senda til jarðar sökum fjarlægðar frá jörðu og lítils hraða á gagnaflutningi en mikið magn af upplýsingum verður streymt til jarðar á þeim tíma.

85 árum eftir uppgvötun Plútó er nú loksins komið að stundinni sem vísandamenn og áhugafólk hefur beðið eftir en mörgum spurningum verður þó ósvarað þar sem enginn leiðangur er fyrirhugaður á næstunni til Plútó. Í útjaðri sólkerfisins liggur Kuiper beltið sem inniheldur fjölda af smástirnum á stærð við Plútó. Ferðalag New Horizon endar ekki við Plútó þar sem eitt eða fleiri smástirni verða rannsökuð í framhaldinu einmitt í Kuiper beltinu.

Vinir okkar hjá Stjörnufræðivefnum hafa tekið saman ítarlega grein um framhjáflugið og má lesa hana hér: stjornufraedi.is

Á meðan bíðum við spennt eftir fyrstu myndunum úr návígi af Plútó.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.