Vel heppnað ljósmyndanámskeið

Þátttakendur í ljósmyndanámskeiði Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem fram fór á Hótel Rangá helgina 14.-15. mars 2015.

Helgina 14.-15. mars 2015 stóð Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness fyrir námskeið í næturljósmyndun. Ríflega 20 þátttakendur voru skráðir til leiks en kennari námskeiðsins var einn virtasti og þekktasti næturljósmyndari heims, Babak Tafreshi. Námskeiðið fór fram á Hótel Rangá.

Þátttakendur í ljósmyndanámskeiði Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem fram fór á Hótel Rangá helgina 14.-15. mars 2015.

Þátttakendur í ljósmyndanámskeiði Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem fram fór á Hótel Rangá helgina 14.-15. mars 2015.

Í námskeiðinu var farið yfir alla helstu þætti næturljósmyndunar, myndvinnslu og búnað.

Kennari námskeiðsins var atvinnuljósmyndarinn og vísindablaðamaðurinn Babak A. Tafreshi. Hann er stofnandi og stjórnandi alþjóðlega ljósmyndaverkefnisins The World at Night (TWAN), ljósmyndari og greinarhöfundur fyrir Sky & Telescope tímaritið og National Geographic, sem og einn af ljósmyndurum Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO). Árið 2009 hlaut Babak Lennart Nilsson verðlaunin, ein virtustu vísindaljósmyndaverðlaun heims, fyrir framlag sitt til stjörnuljósmyndunar. Babak hefur haldið fjölda ljósmyndanámskeiða við frábæran orðstír og er það mikill fengur að fá hann til að halda námskeið fyrir íslenska ljósmyndara.

Mikill áhugi var á námskeiðinu og komust mun færri að en vildu. Ljóst er að námskeiðið verður endurtekið um leið og færi gefst.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.