
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn ætla að standa fyrir sólskoðun á Austurvelli fyrir gesti og gangandi frá 14:00-16:00 á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17 júní.
Við munum vera með nokkra stjörnusjónauka útbúnum sérstökum sólarsíum sem gerir okkur kleyft að skoða sólina á öruggann hátt. Vonandi verður veðurfar okkur hagstætt á miðvikudaginn en ský og rigning hefur hindrað þennan viðburð seinustu tvö ár hjá okkur. Við hlökkum til að sjá sem flesta og fagna með okkur þjóðahátíðardeginum á Austurvelli.
Hægt er að sjá nánari dagskrá fyrir Reykjavík, 17 júní á slóðinni 17juni.is/dagskra